Endurhugsun samgangna 2020-2030 – skýrsla RethinkX

Hugsanaskriðdrekinn (e. think-tank) RethinkX gaf nýverið út skýrslu sem ber nafnið Endurhugsun samgangna 2020-2030 (e. Rethinking Transportation 2020-2030). Skýrslan er vel unnin og hefur hlotið góð viðbrögð síðan hún kom út í maí. Hún styðst við útreikninga RethinkX, fjölmargar greinar, rannsóknir fræðimanna og gögn frá opinberum stofnunum. Okkur langar að gera grein fyrir helstu atriðum […]

Sveigja eða keyra: Þjóðverjar birta fyrstu siðareglurnar fyrir sjálfkeyrandi ökutæki

Í framtíð þar sem tæknilega flókin tölvukerfi eru byggð á gervigreind og eru fær um að læra sjálf, hversu háð erum við mannfólkið tilbúin að verða þessum kerfum í skiptum fyrir aukið öryggi, flytjanleika og þægindi? Hvaða skref þarf að taka í dag til að tryggja stjórn, gagnsæi og umráð gagna? Þessum spurningum og fleirum […]

Hverjir munu græða og hverjir tapa á sjálfkeyrandi bílum?

Greinin birtist fyrst í 26. tölublaði Vísbendingar, vikuriti um viðskipti og efnahagsmál, þann 13. júlí 2017. Nokkuð hefur verið rætt um tilkomu sjálfkeyrandi bíla að undanförnu og áhrif þeirra á samgöngur til framtíðar. Í nýlokinni MSc ritgerð minni í Alþjóðaviðskiptum greindi ég möguleg áhrif sjálfkeyrandi bíla á mismunandi áhrifahópa (e. stakeholders). Markmið rannsóknarinnar var að […]

Löggjafar beggja vegna Atlantshafs fókusa á sjálfkeyrandi bíla

Samhliða örri þróun sjálfkeyrandi tækni hefur þrýstingur á löggjafa aukist um heim allan. Mikilvægum spurningum varðandi leyfisútgáfu, ábyrgð, staðla og umferðarreglur er víða ósvarað þegar kemur að prófunum og þróun sjálfstýringar sem og framtíðarregluverki. Þrýstingur á að löggjafinn haldi í við þróunina kemur einkum úr tveimur áttum, annars vegar frá framleiðendum sjálfkeyrandi bíla og hins […]

Lyft stofnar sérstaka deild um sjálfkeyrandi bíla og boðar opið samstarf

Samgönguþjónustufyrirtækið Lyft* tilkynnti í síðustu viku um stofnun sérstakrar deildar innan fyrirtækisins sem hefur það hlutverk að framleiða og þróa sjálfkeyrandi tækni. Áform fyrirtækisins, og ekki síst nálgun, vekja athygli en það hvernig Lyft nálgast framtíð sjálfkeyrandi bíla er með nokkuð öðrum hætti en helsti keppinauturinn, Uber. Lyft hyggst þróa tækni aðgengilega öllum þeim sem […]

Myndband: Svona virkar deilibílaþjónusta

Eins og fjallað var um hér á Framgöngum nýverið, þá mun deilibílaþjónusta Zipcar hefja starfsemi á höfuðborgarsvæðinu næsta haust. Zipcar er í eigu Avis bílaleigunnar og er stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í heiminum. Bragi Gunnlaugsson, bílablaðamaður, er búsettur í Berlín og hefur nýtt sér deilibíla DriveNow. Það fyrirtæki er í eigu Sixt bílaleigunnar og BMW. […]

Audi tekur forystu með tækni sem margir keppinautar vilja komast hjá

Þýski bílaframleiðandinn Audi vakti athygli á dögunum þegar 2018 útgáfan af Audi A8 var kynnt í Barcelona. Bíllinn verður sá fyrsti í almennri sölu útbúinn búnaði sem telst til 3. stigs sjálfkeyrandi tækni. Það þýðir að undir ákveðnum kringumstæður þegar sjálfstýringar nýtur við þarf ökumaðurinn ekki að fylgjast með umferðinni eða umhverfi sínu. Í tilviki […]