Velkomin á Framgöngur

Velkomin á Framgöngur.is, síðu tileinkaðri umræðu og samræðum um framtíð samgöngumála. Framgöngur er félag um framtíðarsamgöngur.

Miklar og örar breytingar eiga sér stað á sviði samgöngumála í heiminum í dag. Þróunin er sérstaklega sýnileg á þremur sviðum, sem með einum eða öðrum hætti tengjast sterkum böndum.

Í fyrsta lagi er nýting orkugjafa að breytast ört í átt að umhverfisvænni orkunotkun. Áhersla á sjálfbærari samgöngur fer vaxandi og er ekki lengur hliðarverkefni framleiðenda ökutækja og annarra sem starfa á hinu breiða sviði samgöngumála. Rafvæðing og áhersla á umhverfisvænni orkugjafa eykst á kostnað olíunnar.

Í öðru lagi hefur deilihagkerfið skapað grundvöll fyrir nýjar þjónustur. Þjónustur sem tengja ökumenn og farþega hafa rutt sér til rúms með afgerandi (og umdeildum) hætti, og hafa reynst hefðbundnum leigubílaþjónustum erfiðir keppinautar. Einnig hafa sprottið upp þjónustur þar sem notendur geta deilt með sér ökutækjum á einfaldan hátt.

Í þriðja lagi ryðja sér nú til rúms sjálfkeyrandi ökutæki. Bílaframleiðendur og tæknifyrirtæki þróa og prófa nú tæknina sem tekur yfir verkefni bílstjórans að hluta eða öllu leyti. Möguleikar sjálfkeyrandi tækni eru gríðarlegir og geta gerbreytt landslagi samgöngumála. Yfirvöld samgönguöryggismála í Bandaríkjunum orða það e.t.v. best þegar þau segja að samband ökutækja og ökumanna séu líkleg til að breytast gríðarlega á næstu tíu til tuttugu árum, og að breytingarnar verði jafnvel meiri á þessum tíma heldur en á síðustu hundrað árum.

Þessir þrír þættir einkenna örar tæknibreytingar þar sem fyrirtæki leggja kapp á að þróa og koma á markað hagkvæmari, sjálfbærari og þægilegri ferðamátum en við höfum notast við síðustu áratugi. Tæknibreytingarnar fela einnig í sér miklar áskoranir og krefjast athygli almennings og yfirvalda. Markmið Framgangna er að fylgjast með og kynna þessa þróun, bæði á Íslandi og úti í hinum stóra heimi.

Að Framgöngum standa Hallgrímur Oddsson, Kristinn Árni Lár Hróbjartsson, Gunnar Dofri Ólafsson, Guðfinnur Sveinsson og Jökull Sólberg Auðunsson. Vonir okkar standa til að félagsskapurinn muni vaxa og dafna, bæði hér á framgöngur.is og utan internetsins.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s