Hvað vakir fyrir Avis á Íslandi?

 

Nýverið greindi Morgunblaðið frá því að Bílaleigan Avis muni á haustmánuðum hefja deilibílaþjónustu í Reykjavík undir merkjum Zipcar, dótturfélags Avis. Á heimsvísu eru notendur Zipcar yfir milljón talsins, bílarnir fleiri en 12 þúsund og borgirnar yfir 500 talsins í níu löndum, auk þess sem þjónustan er einnig starfrækt á háskólasvæðum og flugvöllum. Og nú bætist Reykjavík í hópinn.

„Hugs­un­in er að brúa bilið fyr­ir þá sem velja bíl­laus­an lífstíl. Það kem­ur alltaf að því að þeir þurfi að nota bíl í eitt­hvað, þegar þeir fara að versla o.s.frv. Með þessu minnk­ar bíla­eign og traffík í borg­um,“ er haft eftir Árna Sigurjónssyni, verkefnisstjóra hjá Avis á Íslandi, í umfjöllun Morgunblaðsins. Með Zipcar appinu geta notendur staðsett lausan bíl, pantað hann, sótt og notað án þess að huga frekar að tryggingamálum, fylla á tankinn eða öðrum fylgifiskum hefðbundinna bílaleigubíla eða eigin bíls.

Sú þjónusta sem Zipcar býður upp á er lítillega mismunandi eftir borgum hvað varðar úrval bíla og hvort lagt sé í ákveðin stæði eða hvar sem er innan ákveðinna borgarmarka. Ákvörðun Avis á Íslandi kemur í kjölfar samþykktar borgarstjórnar á tillögu samgöngustjóra þess efnis að bílastæði verði leigð út til deilibílaleiga eins og Zipcar. Fram kemur í umfjöllun Morgunblaðsins að bílar Zipcar í Reykjavík verði, a.m.k. fyrst um sinn, sóttir og þeim skilað í tiltekin stæði.

Algengt kílómetraverð fyrir notkun á Zipcar í evrópskum borgum er um 0,25 evrur, sem jafngildir um 30 krónum. Í Brussel, þar sem ég er búsettur, eru Peugeot 208 bílar Zipcar sýnilegir á götunum og greiða notendur 0,25 evrur fyrir hvern keyrðan kílómetra. Hvorki er greitt start-gjald né fast mánaðargjald, en slíkt þekkist þó hjá Zipcar í öðrum borgum. Þegar þetta er skrifað eru amk 5 lausir bílar í næstu götum við mig, sem ég get bókað og opnað með appinu. Einnig er hægt að nota deilibíla fyrirtækisins DriveNow, sem er í eigu BMW og Sixt bílaleigunnar.

Screen Shot 2017-07-10 at 15.34.38.png

Skjáskot af korti sem sýnir lausa Zipcar bíla í Brussel.

Zipcar hefur verið leiðandi fyrirtæki í deilibílaleiguþjónustu en samkeppnin hefur þó aukist verulega á undanförnum árum. Á ferð minni um Ítalíu í júní, bæði í Róm og Flórens, voru tveggja sæta rafknúnir bílar frá mismunandi fyrirtækjum sýnilegir, m.a. frá fyrirtækjunum Share’NGo og Car2Go. Bílunum má leggja hvar sem er innan borgarmarka, bílarnir eru pantaðar og opnaðir með appi.

IMG_6933.JPG

Þýska deilibílafyrirtækið Car2Go og hið ítalska Share’Ngo keppast um hylli notenda í ítölskum borgum. Samkeppnin er hörð og vinsældirnar mestar hjá ungu fólki sem kýs að eiga ekki eigin bíl.

Dreifð byggð og fámenni eru augljósar áskoranir Zipcar á Íslandi. Þjónustan er þó kærkomin fyrir marga og er afar jákvætt skref fyrir þá sem ekki eiga bíl. Þjónustan getur einnig vegið þungt við ákvörðun um hvort kaupa eigi einkabíl – Þarftu að eiga þinn eigin ef þú getur átt hann með mörgum? Koma Zipcar til Reykjavíkur er í takt við þróunina í borgum erlendis, þar sem þjónustan nýtur aukinna vinsælda og deilibílaleigum innan borgarmarka hefur fjölgað verulega, með tilheyrandi samkeppni þeirra á milli.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s