Endurhugsun samgangna 2020-2030 – skýrsla RethinkX

Hugsanaskriðdrekinn (e. think-tank) RethinkX gaf nýverið út skýrslu sem ber nafnið Endurhugsun samgangna 2020-2030 (e. Rethinking Transportation 2020-2030). Skýrslan er vel unnin og hefur hlotið góð viðbrögð síðan hún kom út í maí. Hún styðst við útreikninga RethinkX, fjölmargar greinar, rannsóknir fræðimanna og gögn frá opinberum stofnunum. Okkur langar að gera grein fyrir helstu atriðum hennar og draga fram helstu breytingar og samfélagslegu áhrif sem skýrslan spáir.

Niðurstöður skýrslunnar eru í stuttu máli þær að sjálfkeyrandi rafmagnsknúin ökutæki muni gjörbreyta samgönguháttum okkar á næstu árum. Spáð er að 95% keyrðra kílómetra árið 2030 (í Bandaríkjunum) verði farnir með samgönguþjónustum og að einkabíllinn muni brátt heyra sögunni til. Til útskýringar eru samgönguþjónustur (e. TaaS eða Transport as a Service) skilgreindar sem þjónustur sambærilegar við Uber, Lyft og Hreyfil, nema að þær byggja á sjálfkeyrandi rafmagnsbílum.

Endurhugsun samgangna 2020-2030

Skýrslan skiptist í grófum dráttum í þrjá hluta, Endalok einkabílsins, Samgönguþjónustu byltingin – verðmætakeðjur bifreiða og olíuiðnaðar og Afleiðingar – skipulagning framtíðarsamgangna. Ég tek hér saman helstu punkta hvers kafla fyrir sig. Athugið að margar tölur eru aðeins miðaðar við Bandaríkin en ættu engu að síður að gefa góða mynd um hvað koma skal.

1: Endalok einkabílsins

 • Árið 2030 verður mikill meirihluti ferða fólks farinn með samgönguþjónustum.
 • Rannsakendur hafa verið íhaldsamir í spádómum um þann sparnað sem fæst af notkun samgöngnuþjónusta, og hafa þannig spáð fyrir um of hæga breytingu yfir í þá átt frá núverandi hegðunarmynstrum.
 • Samgönguþjónustubyltingin mun ekki einungis gjörbreyta kauphegðun einstaklinga og fyrirtækja þegar kemur að farartækjum, heldur mun einnig leiða til mikils fjölda bíla sem verða ekki lengur í notkun.
 • Stærsti hvatinn í þessu ferli er sparnaðurinn og þægindin sem fást af því að hætta að nota eigin bíl og nota samgönguþjónustur í staðin.
 • Lág verð á samgönguþjónustum munu útskýrast af nokkrum samverkandi þáttum:
  • Rekstrarkostnaður ökutækjanna verður mun lægri. Orkan sem keyrir farartækin áfram er mun ódýrari. Viðhald verður ódýrara með betri tækni og rafmagnsorku sem krefst minna viðhalds. Engin þörf er á bílstjórum. Tryggingakostnaður verður mun lægri með lægri slysatíðni.
  • Ökutæki samgönguþjónustna verða nýtt mun betur á líftíma sínum. Þetta þýðir að ökutæki í samgönguþjónustum verða fullnýtt, þ.e.a.s. nýtt þangað til að heildar líftíma ökutækisins í kílómetrum talið er náð, á meðan meðalbíll í einkaeigu nær því langt í frá. Í þessu felst mikill sparnaður.
  • Bílar í einkaeigu eru notaðir 4% tímans á hverjum sólarhring en meðalbílar í samgönguþjónustuflotanum verða notaðir 40% tímans. Hver bíll nýtist betur, flytur fleiri farþega á degi hverjum og verður þar með ódýrari fyrir hvern farþega.

2: Samgönguþjónustu byltingin – verðmætakeðjur bifreiða og olíuiðnaðar

Bifreiðar

 • Fjöldi ferðaðra kílómetra í bifreiðum í Bandaríkjunum mun fjölga um 50% frá 2015-2030 eða úr 6,5 billjón (milljón milljónir) km í tæplega 10 billjón km.
 • Kostnaður við þessar ferðir mun vera ca. 75% lægri árið 2030, sem skýrist af punktum í kafla 1.
 • Bílafloti Bandaríkjanna mun minnka úr 247 milljónum bíla árið 2020 í 44 milljónir árið 2030 og framleiðsla nýrra bíla mun minnka um 70% á sama tímabili.

Olíuiðnaður

 • Eftirspurn eftir olíu á heimsvísu mun fara úr 100 milljón tunnum á dag árið 2020 niður í 70 milljón tunnur á dag árið 2030. Dagleg eftirspurn í ár er ca. 98 milljón tunnur fyrir áhugasama.
 • Verð á hverja olítunnu mun hrapa niður í $25 vegna minni eftirspurnar. Verð fyrir olíutunnu í dag er $57.
 • Olíuframleiðsla á svæðum þar sem hún kostar hlutfallslega mikið (s.s. í tjörusöndum í Kanada, í Bretlandi, Brasilíu, Nígeríu og víðar) mun að öllum líkindum leggjast af. Sádí-Arabía, Írak og Íran standa hvað best að vígi þar, þar sem framleiðslukostnaður á hverja tunnu er hvað lægstur.

3: Afleiðingar – skiplagning framtíðarsamgangna

 • Samgönguþjónustubyltingin mun hafa í för með sér mikinn sparnað fyrir almenning og heildar ráðstöfunartekjur í Bandaríkjunum gætu þannig hafa hækkað um 1 billjón Bandaríkjadala árið 2030. Mjög gróflega myndi það þýða vöxt ráðstöfunartekna um tæplega 300þús krónur á hvert mannsbarn í Bandaríkjunum, miðað við núverandi gengi Krónu og Bandaríkjadals og miðað við að vöxturinn myndi deilast jafnt til allra.
 • Skipti frá olíu yfir í önnur grunnefni sem munu knýja meirihluta bíla, s.s. Lithium, munu hafa landfræðipólitískar afleiðingar. Þjóðir sem eiga mikið undir olíuframleiðslu gætu upplifað óstöðugleika í skiptunum og önnur svæði gætu orðið viðkvæm fyrir landfræðipólitískum átökum.
 • Tilkoma samgönguþjónusta mun auka aðgengi almennings að störfum, menntun og heilbrigðisþjónustu, þar sem samgöngur verða ódýrari, aðgengilegri og krefjast ekki getu til að stýra farartæki.
 • Samgönguþjónustubyltingin mun hafa í för með sér 90% minnkun á útblæstri gróðurhúsalofttegunda frá bifreiðum.
 • Störf sem tilheyra hefðbundnum orku- og samgönguiðnaði munu tapast í stórum stíl. Störf atvinnubílstjóra munu þurrkast út og tekjutap verður allt að 200 milljarðar Bandaríkjadala fram að 2030.

Skýrslan bendir á nokkrar leiðir sem stefnumótandi aðilar og stjórnvöld geta farið til undirbúa afleiðingar samgönguþjónustubyltingarinnar og styðja við hana á sama tíma

 • Að leyfa prófanir og notkun sjálfkeyrandi rafmagnsökutækja (A-EVs).
 • Að hvetja til þróunar á “open-access” grunnkerfum sem tengjast samgönguþjónustum. Slíkt mun gera nýjum aðilum auðveldara að koma með nýjar lausnir inn á markað, mun stuðla að aukinni samkeppni á markaðnum og vonandi koma í veg fyrir einokun nokkurra stóra aðila á samgönguþjónustu markaðnum.
 • Að þróa skipulagslausnir sem snúa að endurnýtingu á óþrafa samgöngumannvirkjum, s.s. bílastæðum.
 • Að fjárfesta í lausnum sem draga úr neikvæðum hliðum samgönguþjónustna. Endurmenntun fyrir fólk sem hefur misst störf sem atvinnubílstjórar, o.s.frv.
 • Að fjárfesta í herferðum til að upplýsa um kosti samgönguþjónustna til þess að hjálpa til við innleiðingu.

Stórar breytingar virðast handan við hornið

Skýrsla RethinkX er að sjálfsögðu ekki fullkominn spádómur um framtíðina, frekar en aðrir spádómar, en er engu að síður mikilvægt innlegg inn í umræðuna. Eitt er þó víst, að við erum stödd á tímum ótrúlegra tækniframfara og senn mun einkabíllinn heyra sögunni til sem almennt farartæki, líkt og hesturinn heyrir sögunni til sem farartæki.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s